Notendaskilmálar

Bílabúð Benna heldur úti þessari vefsíðu sem er með skráð heimilisfang á Vagnhöfða 23, 110 Reykjavík, hér eftir kallað Chevrolet

Smelltu til að fara beint inn á það umfjöllunarefni sem höfðar til þín:

1. Vernd hugverka

Allt efni á vefsíðunni er hugverkaeign Chevrolet. Efnið má ekki afrita eða endurútgefa, að því undanskildu sem nauðsynlegt er til þess að sjá efnið á netinu. Þrátt fyrir ofangreint er heimilit að prenta út heilar síður af vefsíðunni til persónulegra afnota. Af og til gefst ykkur tækifæri til að hlaða niður veggfóðri, skjáhvílum og öðrum þess háttar af vefsetrinu.

2. Hlekkjun inn á vefsíðu

Viljir þú gefa upp hlekk inn á vefsetrið verður það að vera inn á heimasíðuna.

3. Nákvæmni upplýsinga á þessari vefsíðu

Upplýsingarnar á þessari vefsíðu eru ætlaðar viðskiptavinum Chevrolet á Íslandi og eiga hugsanlega ekki við í öðrum löndum. Við gerum það sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja það að innihald þessarar vefsíðu sé rétt og uppfært en ábyrgjumst ekki tjón sem þeir kunna að verða fyrir sem reiða sig á innihald vefsíðunnar. Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta hvenær sem er upplýsingum um framleiðsluvöruna. Ráðfærðu þig við næsta umboðsaðila Chevrolet til að nálgast raunupplýsingar um vöruna í þínu landi.

4. Hvernig við meðhöndlum upplýsingar frá þér

Chevrolet er annt um persónuvernd þína. Chevrolet mun ekki safna persónugreinanlegum upplýsingum um þig (eins og nafni, heimilisfangi, símanúmeri eða tölvupóstfangi, persónuupplýsingum), nema þú veitir okkur þær af fúsum og frjálsum vilja. Viljir þú síður að persónulegum gögnum um þig sé safnað skaltu ekki láta þau í té.

Chevrolet mun ekki miðla persónuupplýsingum þínum til þriðja aðila án samþykkis þíns. Chevrolet vill nota upplýsingar um þig til að miðla til þín upplýsingum um nýja vöru, þjónustu, sértilboð og til þess að bæta þjónustu okkar við þig. Persónuupplýsingum þínum verður miðlað í þessum tilgangi eingöngu til fyrirtækja tengdum Chevrolet, smásölum og þjónustufyrirtækjum sem tengjast vinnslu, þar með geymslu persónuupplýsinga. Vinsamlega hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóstinn, sem tilgreindur er hér að neðan, ef þú vilt síður að þetta gerist. Sumir þessara aðila geta verið staðsettir utan landa Evrópusambandsins en eru samkvæmt samningsákvæðum skuldbundnir til að virða friðhelgi þinna persónuupplýsinga. Vinsamlega merktu við viðeigandi ferning neðst á eyðublaðinu á vefsíðunni áður en þú sendir okkur persónuupplýsingar, ef þú vilt síður fá sendar nánari upplýsingar í þessa veru.

5. Rafræn samskipti

Svo við getum sent þér upplýsingar sem uppfylla þínar þarfir er „smellivefslóð“ inni í tölvupóstinum okkar. Smellivefslóðin gerir okkur kleift að fylgjast með og safna upplýsingum eins og ef þú opnaðir tölvupóstinn og smelltir á hlekkina í honum. Gögnin sem safnast saman gera okkur kleift að sjá hvar áhugi þinn liggur og þannig getum við forðast að senda viðskiptavinum okkar óþarfa skilaboð.

Notaðu hlekkinn „að segja upp áskrift“, sem er að finna í öllum rafrænum fréttabréfum frá okkur, ef þú vilt ekki frekari samskipti eða vilt láta fjarlægja þig af tölvupóstlistanum.

Við gerum okkar besta til þess að eyða þessum upplýsingum úr skrám okkar.

6. Kynningarstarfsemi

Við gætum þurft á persónuupplýsingum þínum að halda ef þú tekur þátt í samkeppni, getraun eða öðrum þáttum í kynningarstarfsemi okkar. Þetta er gert til þess að auðvelda þáttökuskráningu þína.

7. Hlekkir inn á aðrar vefsíður

Vefsetur okkar getur innihaldið hlekki inn á önnur vefsetur Chevrolet eða inn á vefsetur umboðsaðila okkar, löggilt verkstæði, önnur tengd fyrirtæki eða vefsetur samfélagsmiðla. Hafa verður í huga þegar smellt er á hlekk inn á önnur vefsetur að þar gildir önnur persónuverndarstefna og Chevrolet getur ekki tekið ábyrgð eða verið skaðabótaskylt gagnvart þessum vefsetrum. Kynntu þér persónuverndarstefnu þessara vefsetra áður en þú veitir persónuupplýsingar.

8. Söfnun og notkun upplýsinga

Þær upplýsingar sem við söfnum og geymum með sjálfvirkum hætti í „log file“ á tölvu þinni eru IP-númer, tegund vafra, tungumálastilling, stýrikerfi, netþjónustuveitandi og dagsetning og tími.
Við notum þessar upplýsingar til þess að stýra vefsetrum okkar á skilvirkan hátt, kynnast atferli gesta á vefsetrum okkar, greina tilhneigingar og til þess að safna lýðfræðilegum gögnum um notendur. Upplýsingarnar sem við söfnum með þessum hætti geta verið notaðar í markaðs- og auglýsingastarfi okkar sem og í starfsemi á samskiptasviði.

Í þeim tilfellum sem við notum ópersónugreinalegar upplýsingar með persónuupplýsingum, flokkast þær sem persónuupplýsingar svo lengi sem þær eru samtvinnaðar.

9. Notkun á vafrakökum

Vefsetur Chevrolet, tölvupóstur, netþjónusta, auglýsingar og gagnvirk forrit nota vafrakökur og aðra tækni, eins og vefvita og myndeiningatög.

Vafrakaka (cookies) er strengur upplýsinga í orðum sem við sendum í gegnum vefþjón okkar til vafrakökuskrár á harða diski tölvunnar þinnar. Þetta gerir okkur kleift að muna hver þú ert þegar tenging hefur komist á milli vefþjónsins og vafrans. Meginhlutverk vafrakaka er að greina notendur og þar með gera vefþjóni okkar kleift að senda þér sérsniðnar vefsíður sem gera heimsókn þína inn á vefsetur Chevrolet persónulegri og við getum betur sinnt sértækum óskum þínum.

Chevrolet og samstarfsaðilar nota einnig vafrakökur og aðra tækni til þess að geyma persónulegar upplýsingar þegar þú notar vefsetur okkar, forrit og netþjónustu. Þetta snýst t.d. um vistun upplýsinga sem þú hafðir áður skráð á vefeyðublaði.

Við notum tvær gerðir af vefkökum á þessu vefsetri:

  • Setukökur: Þetta eru tímabundnar vafrakökur sem eru í vafrakökuskránni í vafranum þínum allt þar til þú yfirgefur vefsetrið. Vafrakakan eyðist einnig ef þú ferð ekki inn á vefsetrið í tiltekinn tíma.
  • Þrásetukökur: Þessi gerð af köku helst í vafrakökuskránni í vafranum þínum í mun lengri tíma. Tímalengdin ræðst af því vali sem þú framkvæmir í stillingum á netvafranum. Þrásetukökur hleypa upplýsingum inn vefþjóninn í hvert sinn sem einhver heimsækir vefsetrið. Þrásetukökur eru einnig þekktar sem eltikökur.

Lærðu meira um mismunandi gerðir vafrakaka sem Chevrolet notar á vefsetrum sínum.

10. Vafrakökur frá þriðja aðila

Chevrolet nýtir sér stundum auglýsingaþjónustu þriðja aðila sem fylgist þá einnig með markaðssamskiptum okkar. Þriðju aðila auglýsendur nota vafrakökur til að mæla áhrif auglýsinganna og til þess að persónugera innihald auglýsinga. Upplýsingar sem þriðju aðila auglýsendur safna geta innihaldið gögn eins og staðsetningar eða tölvupóstföng.

Í Persónuverndarstefnu þessara þriðju aðila finnur þú nánari upplýsingar um notkun þeirra á vafrakökum. Viljir þú vita meira um aðgerðir þriðju aðila á sviði persónuverndar geturðu heimsótt vefsetrið Network Advertising Initiative þar sem einnig er að finna upplýsingar um hvernig þú „verndar“ sjálfan þig.

11. Vefvitar og myndeiningar

Vefsetur okkar og tölvupóstsamskipti geta innihaldið rafrænar myndir sem kallast vefvitar eða myndeiningatög. Vefvitar og myndeiningatög eru aðallega notuð af þriðju aðilum, eins og Google Analytics, til að fylgjast með atferli þeirra sem heimsækja vefsetur okkar.

12. Opna og loka fyrir vafrakökur

Þú átt val um að samþykkja eða hafna vafrakökum með því að breyta stillingum í netvafra þínum. Skoðaðu leiðbeiningar í vafranum eða heimsóttu All About Cookies vefsetrið og kynntu þér hvernig þú getur breytt stillingum vafrans.

Athugið að vissir hlutar vefseturs Chevrolet verða ekki aðgengilegir þegar lokað hefur verið fyrir vafrakökkur.

13. Hafið samband við okkur varðandi spurningar um persónuvernd

Hægt er að hafa samband við okkur með tölvupósti í tölvupóstfangið hér að neðan eða hringja í uppgefinn síma ef spurningar eða athugasemdir vakna í tengslum við persónuverndarstefnu okkar eða ef spurningar vakna í tengslum við vinnslu okkar á persónuupplýsingum. Hið sama á við ef þú vilt fá aðgang að persónuupplýsingum þínum eða vilt leiðrétta þær, kyrrsetja þær eða fjarlægja. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við óskir þínar.

chevrolet.information@uk.gm.com

eða hringið í upplýsingamiðstöð viðskiptavina í síma 0800 666 222

eða sendið bréf til Chevrolet UK Ltd, Griffin House, UK1-101-135, Osborne Road, Luton, Bedfordshire LU1 3YT. Skrásetningarnúmer fyrirtækis: 4533384. VSK-númer: 803 9697 02.

Dagsetning: XYZ